CHAT GPT Í ELDHÚSINU

LÆRÐU AÐ BÚA TIL ÞINN EIGIN ELDHÚSVIN

 

Hvað Chat gpt í eldhúsinu?

Námskeiðið virkar þannig að ég tek á móti gestum heima hjá mér í „höllinni“, við ræðum áskoranir í eldhúsinu og búum til okkar eigin eldhúsvin í Chat gpt, sem einfaldar okkur lífið í eldhúsinu.

Að sjálfsögðu gef ég svo þátttakendum að smakka alls konar rétti sem við Chattið elduðum í sameiningu.

Næsta námskeið 30. sept.

Smelltu hér fyrir neðan til að tryggja þér sæti á næsta námskeið sem verður þriðjudaginn 30. september, klukkan 18.-21

SJÁ MEIRA

Frábær samvera fyrir þá sem langar til að læra að nýta sér tæknina í eldhúsinu og eiga skemmtilega stund í fallegu umhverfi.

Námskeiðið tekur um 3 klst. og fer fram heima hjá Dísu í Glæsibæ (10 mín frá Akureyri)

SKRÁNING
VILT ÞÚ KOMA Á ...

Chat gpt í eldhúsinu með hópinn þinn

 

ÞETTA ER FYRIR HÓPINN ÞINN...

...Ef ykkur þínum finnst gaman að vera saman, læra eitthvað nýtt og borða góðan mat.

...Ef ykkur langar að einfalda eldamennskuna og spara tíma.

... Ef þið viljið sporna við matarsóun.

... Ef þið viljið taka eldamennskuna á næsta level.

Hvernig fer þetta fram:

  • Ca 3 klst vinnustofa í Glæsibæ í Hörgársveit (10 mín frá Akureyri).
  •  Þú mætir, við förum yfir áskoranir í eldhúsinu og búum til okkar persónulega eldhúsvin.
  • Að sjálfsögðu færðu svo að smakka á ýmsu sem Dísa og hennar eldhúsvinur hafa sett saman.

Verð 15.000 kr. á mann

Mörg stéttarfélög greiða niður námskeiðsgjaldið.

Lágmark 6 í hóp.

Sendu mér línu á [email protected] til að athuga með lausa tímasetningu.

ÁSKORANIR Í ELDHÚSINU

Við byrjum í huggulegheitum í stofunni hjá mér og förum yfir áskoranir í eldhúsinu. Kynnumst appinu og hvor annari.

ÞINN PERSÓNULEGI ELDHÚSVINUR

Allir þátttakendur hanna sinn persónulega eldhúsvin og setja hann inní Chat gpt hjá sér.

Hvort sem þú vilt fá hjálp við skipulagningu, nýjar hugmyndir eða matarsóun eða alltsaman, þá munum við við sníða þinn eldhúsvin eins og þér hentar best.

SMAKK OG HUGGULEGHEIT

Við endum svo á því að Dísa gefur ykkur að smakka eitthvað af því sem hún og hennar eldhúsvinur hafa verið að hanna saman uppá síðkastið.

Frábær stund fyrir þá sem langar að eiga skemmtilega stund, borða góðan mat og fræðast í leiðinni.

Ég er Dísa.

Ég er Dísa, mér finnst best að kynna mig sem hugmyndasmið með áherslu á sköpun og sjálfbærni. Ég elska að læra nýja hluti og deila með öðrum. Ég er menntuð sem grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi. Í 13 ár rak ég ferðaþjónustu, gistihús og veitingastað. 

Ég elska að elda, taka á móti fólki og kenna og þessvegna er Chat gpt í eldhúsinu nýja uppáhalds verkefnið mitt.

Einstaklega persónulegt námskeið fullt af fróðleik og skemmtilegheitum sem ég get svo sannarlega mælt 100% með.

 
Jenný Jóakimsdóttir

"Þetta námskeið fór fram úr mínum björtustu vonum. Maturinn hjá Dísu frábær félagsskapur (allt ókunnar konur) fallegt heimili og chatGPT frábært námskeið í alla staði."

 
Soffía Pálmadóttir

LAUSIR DAGAR

Endilega heyrið í mér til að athuga með lausar tímasetningar. 

Sendið mér línu á [email protected]