Fallegt og freistandi

Skemmtilegt vefnámskeið þar sem þú lærir að töfra fram fallega öðruvísi veislu á örskömmum tíma.

Það má eiginlega segja að þetta sé svona lifandi matreiðslubók þar sem þú hefur aðgang að kennaranum hvar og hvenær sem er.

Námskeiðið getur þú tekið hvaðan sem er hvenær sem er og hefur aðang að því í 2 ár.

 
 
Skrá mig á námskeiðið

Umsagnir

Það er svo dýrmætt að geta deilt reynslu sinni og hjálpað öðrum, takk fyrir falleg orð í minn garð. Þessar umsagnir eru eftir ýmis vef-námskeið hjá mér.

Placeholder Image

Eva

„Ég get ekki beðið eftir því að bjóða í næsta saumaklúbb, fullt af nýjum hugmyndum 👏🏻“

(Fallegt og freistandi)

Placeholder Image

Margrét

„Ég mæli hiklaust með námskeiðunum hennar Dísu.Þetta er sérstaklega gagnlegt fyrir konu eins og mig sem nennir ekki neinu tilstandi en langar samt ekki alltaf að bjóða uppá það sama....svo spillir nú ekki fyrir hversu geggjaðar hugmyndir hún gefur manni af framsetningu réttanna“

(Fallegt og freistandi)

Placeholder Image

Dagmar

„Mæli heilshugar með námskeiði hjá Dísu! Hún er svo úrræðagóð og snjöll! Og hún setur hugmyndir sínar fram á skýran hátt“

(Aðventudagatalsvefnámskeið)

Á þessu námskeiði lærir þú að töfra fram fallega veislu hvar og hvenær sem er.

Þú lærir:

  • Geggjaða klúbbarétti eins og allskonar platta, heita osta, ostadýfur o.fl.
  • Fallegar óhefðbundnar framreiðslu leiðir.
  • Hvað hentar fólki á sérfæði eins og lágkolvetnafæði og grænmetisætum.

Í bónus er svo spurningalisti og video sem getur hjálpað þér við að ákveða hvað þú ætlar að bjóða uppá í næstu veislu.

Placeholder Image
Já þetta er ekta fyrir mig

Hver er Dísa?

Ég heiti Bryndís, alltaf kölluð Dísa.

Síðan 2010 hef ég rekið ferðaþjónustu í Skjaldarvík rétt við Akureyri. Á þessum tíma hef ég lært margt nýtt, hvað varða mat, nýtni, umhverfið og gesti.

Ég hef frá unga aldri haft gríðalegan áhuga á mat og sköpun og er bæði menntaður grafískur hönnuður og matartæknir. Ég elska að búa til góðan mat og bera hann fram á fallegan og frumlegan hátt. 

Ég fæ endalausar spurningar alla daga um hvernig ég geri hitt og þetta og að geta deilt mínum hugmyndum eða lærdómi finnst mér algerlega magnað því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að læra eitthvað nýtt sjálf.

Ég hlakka mikið til að geta kennt þér eitthvað skemmtilegt og nýtt. 

Placeholder Image
Powered by Kajabi