Nýtni og nostur

Viltu læra að galdra fram girnilegan mat úr afgöngum og hráefni sem er lítið notað en auðvelt að nálgast fyrir lítið sem ekkert.

Viltu fá grafík sem þú getur prentað út og notað til að merkja krukkur, flöskur og fleira.

 

 

 

Þetta hljómar spennandi - ég er til!
 

Umsagnir

Það er svo dýrmætt að geta deilt reynslu sinni og hjálpað öðrum, takk fyrir falleg orð í minn garð. Þessar umsagnir eru úr ýmsum námskeiðum.

Placeholder Image

Eva

Svo spennt að ég fór strax að tína til brauð enda til að gera rasp 👏🏻

Placeholder Image

Andrea

„Er búin að gera nokkrum sinnum snakk og kex úr afgangs hafragraut og þetta er mjög vinsælt hér á bæ“

Placeholder Image

Elsa

„Mjög skemmtilegt hjá þér hlakka til næstu 10 daga og sjá hvað þú verður með“

Hver er Dísa?

Ég heiti Bryndís, alltaf kölluð Dísa.

Síðan 2010 hef ég rekið ferðaþjónustu í Skjaldarvík rétt við Akureyri. Á þessum tíma hef ég lært margt nýtt, hvað varða mat, nýtni, umhverfið og gesti.

Ég hef frá unga aldri haft gríðalegan áhuga á mat og sköpun og er bæði menntaður grafískur hönnuður og matartæknir. Ég elska að búa til góðan mat og bera hann fram á fallegan og frumlegan hátt. 

Ég fæ endalausar spurningar alla daga um hvernig ég geri hitt og þetta og að geta deilt mínum hugmyndum eða lærdómi finnst mér algerlega magnað því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að læra eitthvað nýtt sjálf.

Ég hlakka mikið til að geta kennt þér eitthvað skemmtilegt og nýtt.

Placeholder Image
Powered by Kajabi