Vantar þig stundum hugmyndir af föndri fyrir krakkana en bara dettur ekkert í hug og nennir ekki að leita um allt á netinu?
Markmiðið með þessu dagatali er að auðvelda þér lífið, virkja sköpunarkraft barnana og auka umhverfisvitnud.
Í þessu 10 daga föndur dagatali færðu hugmyndir af skemmtilegu súper einföldu föndri sem hægt er að leika sér að.
Dagatalið opnar 1. apríl, en þú getur skráð þig strax í dag.
Það sem þú færð:
- Myndbönd með sýnikennslu
- Uppskriftir til að prenta út
- Fullt af hugmyndum sem ættu að hjálpa þér og börnunum að verða enn meira skapandi og umhverfisvæn
Á hverjum degi í 10 daga færðu nýja hugmynd að föndri sem þú getur gert með börnunum í kring um þig.
Þú hefur aðgang að þessu námskeiði samtals í 14 daga, þannig að þó að þú náir ekki að horfa alla daga þá hefurðu nokkra daga til að klára og hlaða niður uppskriftunum.
P.s. Ef þú ert í Klúbbnum Úr geymslu í gersemi þá hefur þú aðgang að þessu námskeiði eins lengi og þú ert í klúbbnum.