Dekur alla daga - mánaðaráskrift

Lærðu að búa til þínar eigin SPA vörur á þínum hraða í þínu umhverfi.

Dæmi um vörur sem þú munt læra að búa til: 

  • Sápur
  • Maskar
  • Serum
  • Skrúbbar
  • Nuddkubbar
  • Krem
  • Sölt 
  • O.fl. og fl.

Hvað er innifalið í Dekur alla daga námskeiðinu?

  • Hljóðupptökur og fræðslumyndbönd um innihaldsefni snyrtivara, húðumhirðu og dekurnudd
  • Aðgangur að appi
  • Aðgangur að þínu eigin svæði 
  • Prentanlegir merkimiðar á vörur.
  • Uppskriftablöð til að prenta út.
  • Stuðningur frá fagaðilum. 

Samanlagt andvirði sambærilegra náttúrlegra snyrtivara sem þú munt búa til á námskeiðinu er frá 160 - 240 þúsund út úr búð.

Loksins er tækifæri fyrir þig að læra að búa til eiturefnalausar snyrtivörur sem virka fyrir þína húð úr hráefnum sem auðvelt er að nálgast undir handleiðslu snyrtifræðings. 

Hvað segja þátttakendur:

Ég fékk algjörleg nýja sýn á endurvinnslu hugmyndina í heild og hvað það leynist mikil hollusta og notagildi í daglegum hversdagslegum efnum sem eru við fætur okkar án þess að við gefum þeim neinn gaum. Mundi hiklaust mæla með svona námskeiði við alla. Ég vil minnast á ljúfmennsku og færni þeirra Dísu og Brynju, fallegan lestur og framsetningu á öllu efninu það er bara snilldin ein. Frábært fyrir alla bæði langhlaupara eins og mig og gefa sér góðan tíma til að prófa og svo er líka hægt að demba sér í allt strax ef það hentar. Endalaust hamingjusöm með þetta og kærar þakkir þið yndislegu konur.

Guðrún Eiríksdóttir

„Ég mæli 100% með þessu námskeiði. Það á eftir að koma þér mjög á óvart hvað hægt er að gera með vörum sem þú átt sennilega inni í skáp. Leiðbeinendurnir eru yndislegir, skapandi, skemmtilegir og umfram allt mjög lifandi í því sem þær eru að gera. Maður finnur fyrir ástríðu þeirra í sambandi við efnið og þær ná að kveikja þann áhuga og ástríðu hjá þátttakendum eins og mér. Það kom mér á óvart hvað þetta eru góðar snyrtivörur sem þær kenna manni að búa til. 100% náttúrulegar, virka mjög vel og munu spara manni stórar fjárhæðir í framtíðinni þegar maður þarf ekki að kaupa rándýrar snyrtivörur út úr búð. Það er allt jákvætt við þetta námskeið.

Erla María Kristinsdótti

Þær sem hugsa umhverfisvænt vilja örugglega vera með. Líka þær sem vilja gera sínar eigin snyrtivörur fyrir ekki svo mikin pening. Þetta er námskeið sem fær fólk til að hugsa út fyrir boxið og svo er boðskapurinn svo yndislegur.

- Kolbrún Jenný

Aðeins 6900.- á mánuði enginn binditími

Your payment information will be stored on a secure server for future purchases

Skilmálar Dekur alla daga. Bryndís Óskarsdóttir

Greiðslufyrirkomulag
Þegar þú hefur skráð þig færðu sjálfkrafa sendan tölvupóst sem leiðir þig inná svæðið þitt.

Mánaðarlega skuldfærast 6900 kr. greiðslur af kortinu þínu.  Uppsegjanlegt hvenær sem er.

Aðgangur að Dekur alla daga

Þú hefur aðgang að þínu svæði á meðan greiðslur eru í skilum. Ef þú segir upp áskriftinni missir þú aðganginn þinn. Sama á við ef mánaðarlegar kortagreiðslur fara ekki í gegn.

Endurgreiðsluréttur

Áskriftargjald er ekki endurgreitt.

Uppsögn

Þú getur hætt hvenær sem er í Dekur alla daga, þú getur sagt upp áskriftinni með því að fara inná þitt svæði og skrá þig úr áskriftinni. EInnig getur þú sent uppsögn á [email protected] þegar þú hefur sagt upp áskriftinni missir þú aðgang að þínu svæði.

Höfundarréttur
Uppskriftir og prentanleg gögn eru eign kaupanda og þeim er kaupanda óheimilt að deila með öðrum.

Annað gildir um tilbúnar vörur, dæmi: Ef kaupandi útbýr krem, sölt, eða annað upp úr námskeiðinu þá er honum heimilt að selja þau.

Frekari spurningar

Ef eitthvað er óljóst getur þú alltaf haft samband við mig á [email protected]