Chat GPT í eldhúsinu 30. sept 2025

Gerum Chat GPT að nýja besta eldhúsvini þínum og glæðum eldamennskuna nýju lífi.

Þú lærir meðal annars að:

  • Minnka matarsóun
  • Fá hugmyndir að máltíðum og uppskriftum á örskömmum tíma
  • Spara tíma og peninga
  • Gera eldamennskuna skemmtilega og spennandi. 

Þátttakendur fá að smakka spennandi rétti sem gerðir hafa verið með hjálp Chat GPT

Þetta er ekki bara námskeið heldur hugguleg kvöldstund og upplifun sem á eftir að spara þér bæði tíma, peninga og stress í framtíðinni.

Takmarkaður sætafjöldi.

Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 30. sept. kl. 18.00-21.00

STAÐSETNING: Glæsibær Hörgársveit (10 mínútur frá Akureyri)

Ath! mörg stéttarfélög veita styrk fyrir þessu námskeiði

What People Are Saying:

Sérstaklega skemmtilegt og mjög fræðandi námskeið. Dásamlegur matur og fallega borin fram. Mæli 100% með því 🥰

Björk Vilhelms

Þetta námskeið fór fram úr mínum björtustu vonum. Maturinn hjá Dísu frábær félagsskapur (allt ókunnar konur) fallegt heimili og chatGPT frábært námskeið í alla staði.

Soffía Pálma

Mér finnst eins og ég eigi eftir að nýta mér Chat gpt mikið í að nýta hráefni sem til er í skápunum hjá mér og minka matarsóun . Með allri hlýjunni og gleðinni hjá Dísu gerði hún þetta svo áhugavert og kom mér á óvart hvað þetta er einfalt og skemmtilegt í notkun. Svo var maturinn alveg dásamlegur sem hún bauð uppá.

Svandís

Í smá hvatvísi skráði ég mig á námskeiðið. Ég sé sannarlega ekki eftir því, ég lærði ótrúlega margt um cgbt sem er hér eftir minn besti eldhúsvinur. Ég mun klárlega nýta mér þekkinguna bæði í leik og starfi. Takk fyrir algerlega frábært námskeið Dísa, ég mæli heils hugar með námskeiðinu

Dagný Sigurjónsdóttir

Ég er að koma heim af einu af skemmtilegasta námskeið sem ég hef farið á, en þau eru samt æði mörg!! Námskeiðið hjá Dísu Óskars, þar sem hún kenndi okkur að láta Chat GPT hjálpa okkur að nýta það sem til er í ískápnum, frystinum, skúffum og skápum, gera matseðla og gaf okkur að smakka! Æðislega gott og sniðugt, þessu mæli ég með fyrir alla.

Lív Gunnhildur

Fróðlegt & kósý - Fékk mikið af uppskriftar hugmyndum og sá hvað það er auðvelt að nýta sér tæknina sem aðstoð - Takk <3

Eva Reykjalín

Aðeins 15.000 kr. innifalið 3-4 klst. námskeið og léttar veitingar.

Námskeiðsgjald er ekki endurgreitt nema ef næg þátttaka fæst ekki, þá fellur námskeiðið niður og námskeiðsgjaldið er endurgreitt að fullu.