A-Ö stafa-vefbókin

A-Ö stafa-vefbókin er eins og nafnið gefur til kynna vefbók með grafík með öllu stafrófinu svo þú getir útbúið alls konar gjafir og skreytingar með þeim staf sem hentar hverju sinni.

í bókinni eru 136 blaðsíður, skoðaðu myndbandið hér við hliðina til að sjá betur hvernig þetta er uppsett.

Hér koma ýmis dæmi, sem má nota bókina í:

  • Hjörtu til skrauts
  • Hjörtu sem lyklakyppur
  • Stafur á púða
  • Plagat á vegg
  • Kort, merkimiði.

Bókin er á kynningarverði núna, svo það er um að gera að tryggja sér hana strax.

 
Smelltu hér til að kaupa bókina

Hver er Dísa?

Ég heiti Bryndís, alltaf kölluð Dísa.

Síðan 2010 hef ég rekið ferðaþjónustu í Skjaldarvík rétt við Akureyri. Á þessum tíma hef ég lært margt nýtt, hvað varða mat, nýtni, umhverfið og gesti.

Ég hef frá unga aldri haft gríðalegan áhuga á mat og sköpun og er bæði menntaður grafískur hönnuður og matartæknir. Ég elska að skapa, gefa gömlum hlutum nýtt líf, búa til góðan mat og bera hann fram á fallegan og frumlegan hátt og gleðja fólkið í kring um mig.

Ég fæ endalausar spurningar alla daga um hvernig ég geri hitt og þetta og að geta deilt mínum hugmyndum eða lærdómi finnst mér algerlega magnað því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að læra eitthvað nýtt sjálf.

Ég hlakka mikið til að geta kennt þér eitthvað skemmtilegt og nýtt. 

Placeholder Image
Powered by Kajabi