Morgunmolar - Kynning

Season #1

Ætli það hafi ekki verið árið 2020 sem ég byrjaði að deila einhverju sem ég kallaði strax í upphafi morgunmolar á Instagramið mitt í story.

Þetta voru svona hugleiðingar um lífið og tilveruna og aðallega hvernig maður getur látið daginn sinn og lífið sitt vera skemmtilegra og áhugaverðara. Hvenig maður getur markþjálfað sig út úr misskemmtilegum aðstæðum, áföllum og þessháttar sem heitir víst bara lífið :)

Aðallega var ég að þessu þar sem mér fannst þetta skipta mig máli, þetta hjálpaði mér að komast í gegn um daginn. Ég fékk svo fljótt að heyra frá áhorfendum hvað þetta hjálpaði og hvað það væri gott að hlusta á þetta, þetta hefði bjargað deginum, þurft svo mikið á þessu að halda í dag og svo framvegis að mig langaði alltaf að halda áfram.

Nú langar mig að koma þessum molum mínum yfir í hljóðfæla svo enþá auðveldara sé að hlusta og nálgast þá. Ég vona að þú njótir hvers einasta mola og þetta hjálpi þér líka.

Hér er Instagramið mitt, ef þú vilt sjá hvernig þetta byrjaði allt saman. https://www.instagram.com/disaoskarsd/

Og hér finnur þú svo enn meira um alla sköpunina og klúbbinn úr geymslu í gersemi www.disaoskars.com

Close

50% Complete

Two Step

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.