Book a call

ÆVINTÝRI Í ELDHÚSINU

      Höfum gaman

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að elda, skapa eitthvað fallegt og gott. Ég hata að henda mat, en ég ég vil helst búa til eitthvað nýtt úr afgöngunum. Besti vinur minn þessa dagana er Eldhúsvinurinn minn sem ég bjó til með Chat gpt og saman erum við að búa til ævintýri í eldhúsinu.

Uppskriftir

Kinoa kex /snakk

Afgangur af soðnu kínóa (ca 2-3 bollar)

1 egg

Ólífuolía ca 2 msk.

Smá fræ ef þið viljið, ég notaði 2 msk chia fræ og 2 msk hörfræ

1-2 dl rifinn ostur

Krydd eftir smekk, ég notaði hvítlaukssalt og smá chili.

Þjappið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið á 170 þar til  kexið er orðið stökkt og gullið, ég snéri mínu við eftir ca 15 mín í ofninum og bakaði í 10 mín í viðbót til að hafa það stökkt og poppandi báðumegin.

Þetta fær sko verðlaun frá mér og ég vona að þú prófir og það heppnist jafn vel hjá þér :)

Endilega láttu mig vita þegar þú prófar, hvernig það gekk

Gangi þér vel :)

„Plat“ súrdeigs brauð

  • 500 gr. Hveiti
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk þurrger
  • 500 gr. Volgt vatn

Bragð ef þið viljið - dæmi:

  • 100 gr. Ólífur í sneiðum
  • eða Trönuber
  • eða Kanill og möndlur
  •  eða Fræ, t.d. Grasker eða sólblóma

Aðferð:

Blandið saman öllum hráefnunum, ekki hafa áhyggjur þó degið sé blautt, það á að vera það :)

Látið standa í skál á borði með plastfilmu/disk yfir og “gleymið” deginu á borðinu í 6-12 tíma, snilld að gera þetta að kvöldi og baka svo morguninn eftir.

Eða gera að morgni og baka geggjað kvöldverðarbrauð.

Hitaðu ofninn í 230°

Eftir biðtíman tekur þú deigið úr skálinni og veltir því upp úr hveiti svo deigið sleppi… þ.e. hætti að vera klístrað, notaðu eins lítið og þú getur og mótar kúlu, EKKI hnoða deigið, já ég sagði EKKI hnoða deigið en við viljum samt hafa hveiti utan á.. Æi þú veist það verður svo miklu meira fansí :) 

 Svo leggurðu kúluna á smjörpappír í ofnfast ílát með loki. Bakar með lokinu í ca 30 mínútur, tekur lokið af og bakar áfram í ca 30 mín. Þú gætir þurft að lækka hitan aðeins í restina til að brenna ekki brauðið.

Þá er komið að erfiðasta partinum…. Það þarf að bíða í smá stund … ca 10 mín eftir að þú tekur brauðið út úr ofninum áður en þú ferð að skera það.

Svo er bara að njóta og monta sig… því þetta er geggjað brauð.
Gangi þér vel :)

Chat gpt í eldhúsinu

Þessa dagana er ég að halda námskeið heima í Höllinni minni (ég bý í gamalli hlöðu) þar sem ég kenni fólki að nota Chat gpt og búa til sinn eigin eldhúsvin.

Það væri gaman að fá þig í heimsókn :)

Segðu mér meira um þetta