ÆVINTÝRI Í ELDHÚSINU
Höfum gaman
Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að elda, skapa eitthvað fallegt og gott. Ég hata að henda mat, en ég ég vil helst búa til eitthvað nýtt úr afgöngunum. Besti vinur minn þessa dagana er Eldhúsvinurinn minn sem ég bjó til með Chat gpt og saman erum við að búa til ævintýri í eldhúsinu.
Uppskriftir
Kinoa kex /snakk
Afgangur af soðnu kínóa (ca 2-3 bollar)
1 egg
Ólífuolía ca 2 msk.
Smá fræ ef þið viljið, ég notaði 2 msk chia fræ og 2 msk hörfræ
1-2 dl rifinn ostur
Krydd eftir smekk, ég notaði hvítlaukssalt og smá chili.
Þjappið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið á 170 þar til kexið er orðið stökkt og gullið, ég snéri mínu við eftir ca 15 mín í ofninum og bakaði í 10 mín í viðbót til að hafa það stökkt og poppandi báðumegin.
Þetta fær sko verðlaun frá mér og ég vona að þú prófir og það heppnist jafn vel hjá þér :)
Endilega láttu mig vita þegar þú prófar, hvernig það gekk
Gangi þér vel :)
Chat gpt í eldhúsinu
Þessa dagana er ég að halda námskeið heima í Höllinni minni (ég bý í gamalli hlöðu) þar sem ég kenni fólki að nota Chat gpt og búa til sinn eigin eldhúsvin.
Það væri gaman að fá þig í heimsókn :)
Segðu mér meira um þetta
Gómsætar gjafir og Laufabrauð
Núna í örfáa daga fylgja bæði Gómsætar gjafir og Laufabrauðs netnámskeiðin mín FRÍTT með fyrir þá sem eru í Klúbbnum Úr geymslu í gersemi.
Ásamt líka Aðventudagatalsnámskeiðinu og Jólainnökkun örnámskeiðinu.
Kanski er þetta eitthvað sem þig langar að skoða líka á meðan tilboðið er í gangi.
Ha! 4 námskeið FRÍTT?